fimmtudagur, apríl 14, 2005

Lifid er ljuft!

Buin ad sitja adeins of lengi a Ipanema strondinni i dag. Ja, thad er ad komast upp i thaegilegan vana ad gera neitt allan daginn nema sitja og sotra kokoshnetumjolk, borda glaenyja avexti i hadegismat i solinni, og horfa a solbruna drengi rolta um. Hlaupa ut i sjo odru hvoru og hoppa med oldunum til baka upp a strond.

Eg held ad vid aettum endilega ad planta nokkrum kokoshnetutrjam i Bjarneyjarlundinn hid fyrsta. Kokoshneta er svo serlega nytilegur avoxtur, gott ad drekka safann, skafa svo kokosinn innan ur henni og svo er haegt ad fondra eitt og annad ur restinni, eins og solumennirnir herna a strondinni eru greinilega flinkir i!

En jamm, aetli eg fari ekki bara aftur a strondina a morgun... Ef eg verd ekki alltof raud thegar eg vakna i fyrramalid... Er sko daldid raud nuna, en olikt fyrri solbruna er hann jafndreifdur ad thessu sinni :-)

mánudagur, apríl 11, 2005

Ég er köflótt!

Thad fylgja thvi greinilega einhverjir gallar ad ferdast ein. Sa staersti er reyndar ca 10x20 cm eldraudur blettur a bakinu a mer! Fingurnir sem i gaer voru utatadir i solaraburdi hafa greinilega ekki nad almennilega inna a svaedid a milli herdabladanna!

Eg for i heilmikinn hjolatur med Antonio, brasiliubuanum sem Cintia bad serstaklega fyrir mig svo ad mer yrdi ekki raent! Eg hef um thad skyr fyrirmaeli ad lata vita hvert og hvad eg aetla ad gera a hverjum degi og bera allar fyriraetlanir undir hans alit. Eg hef nu reyndar grun um ad thad se ekkert serstaklega erfitt ad fara ser ad voda herna en hingad til hef eg ekki sed neitt haettulegra en solina.

Vegna brunablettsins a bakinu aetla eg ad hafa haegt um mig i dag, kikja adeins i budir og rolta a strondina (en passa ad snua bakinu sem mest fra solinni). A morgun a eg sennilega eftir ad kvarta yfir solbrenndu nefi ;-)

laugardagur, apríl 09, 2005

Foz de Iguazu -> Rio

Nú er vikan hér við fossana að klárast og stefnan verður tekin á náttstað í Rio á eftir.

Ég skoðaði fossana frá ýmsum sjónarhornum, frá Brasilíu, Argentínu, á bát rétt fyrir neðan þá, en sleppti reyndar þyrluferðinni... Ótrúlega flottir fossar og rosalega mikið vatn! Ég reiknaði nú varla með miklu meira en kannski Gullfossi/Dettifossi en waaaá, þeir voru flottir og pottþétt þeir laaangstærstu (vatnsmestu) sem ég hef séð.

Fiðrildin hér eru allskonar á litinn og flögrandi út um allt, það er meira að segja hægt að plata sum þeirra til að sitja fyrir á ljósmyndum, eða kannski var það meira þannig að þau væru að vonast eftir frægð og frama, allavega settust þau ýmist á kollin á mann eða á fingurna!

Loftið af skóginum var skemmtilega kunnuglegt, rakt, hlýtt, þykk frumskógarlykt. Ýmsir litskrúðugir fuglar létu sjá sig og í gærmorgun þegar ég kíkti út um gluggann mig flögraði kólibrífugl um í runnunum fyrir framan.

Þessi örfáu orð sem ég kann í spænsku hafa komið sér ágætlega hér, það er að vísu dáldið snúnara að skilja svörin á portúgölsku. En jamm, 400 vatnafræðingarnir sem voru hérna samankomnir eru nú að týnast í allar áttir, og flugvélin sem ætlar að bera mig til Ríó leggur af stað rétt bráðum.

Kveðja,
Jóna Finndís

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Brazil - un país de todos

Eftir 24 klukkutíma ferðalag er ég komin til Foz de Iguazu. Ferðalagið gekk fínt, reyndar var pínu stress á flugvöllunum sem innifól 800 m hlaup í Amsterdam (reyndar aðallega v.þ.a. hollenska orðið yfir "boarding" lítur út alveg eins og þeir séu að loka vélinni og fari bara rétt strax) og langar biðraðir í Sao Paulo þar sem mér tókst að sannfæra landamæravörðinn um að Iceland væri það sama og islandia þannig að hann hleypti mér inn í landið.

Og farangurinn komst alla leið, mér til mikillar undrunar... Ég var með tannburstann í vasanum og þar sem ég reiknað alls ekki með að fá farangurinn samdægurs!

Síðan ég kom er ég nú aðallega búin að sitja inni á hóteli og hlusta á alls kyns sniðuga fyrirlestra, soldið syfjuð yfir sumum en betur vakandi yfir öðrum.
Ég stefni svo á frekari skoðunarferðir á næstunni, ætla að kíkja á fossana hérna í nágrenninu á föstudag.

Veðrið rakt og skýjað enn sem komið er, hitinn 25-30°C. Vona að skýjin fari svo að hörfa á brott bráðlega svo ég fái smá sól í andlitið...

Bæðevei, gemsinn minn virkar ekki hérna en ef þið viljið ná í mig þá er sniðugast að senda mér tölvupóst á jonafinndis@gmail.com

Kveðja,
Flakkarinn

föstudagur, apríl 01, 2005

Páskablogg

Þá eru páskarnir liðnir og fullt að fréttum sem bíða eftirvæntingarfullar eftir því að komast á vefinn. Páskarnir voru hreint út sagt frábærir, fullt af fólki, fullt af bjór, fullt af mat og heilmikið gert.

Á miðvikudagskvöldið komu sem sagt Rúna, Erla og Siggi Elvar og var alveg rosalega gaman að sjá þau. Jóna Finndís var að koma úr langri og strembinni mælingaferð og kom því ekki fyrr en á fimmtudaginn og tókst okkur systrum með nokkrum símtölum og sms-um að ákveða fyrir Boga frænda að hann kæmi með henni norður. Hann reyndi (með fremur litlum sannfæringarkrafti þó) að sannfæra okkur um að hann þyrfti nú eiginlega að læra um páskana, en m.a.s. Jóna Finndís tók það ekki sem góða og gilda afsökun, sagði honum að taka bara bækurnar með og að hún yrði komin að sækja hann eftir hálftíma J. Nú og auðvitað hlýddi Bogi eins og hann er vanur að gera þegar við systurnar setjum honum fyrir og dreif sig með norður. (Jón og Fjóla, ef þið lesið þetta, þá er rétt að hér komi fram að hann lærði í fimm tíma á páskadag J)

Á fimmtudeginum fórum við systur ásamt Boga út á Tjörn og fengum þar fínasta afmæliskaffi í tilefni þriggja ára afmælis Kristmundar Elíasar sem var reyndar þann 21. mars. Hann tók ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum voða vel á móti okkur og var þetta ljómandi skemmtilegt og rosa fínar kökur.

Á fimmtudeginum, kom Kristján rúbaggi líka og byrjuðum við aðeins að rýja þá seinnipartinn og héldum síðan uppteknum hætti við það á föstudaginn langa, enda hentar hann sérdeilis vel til slíkra verka, sökum þess hversu langur hann er. Vildi þó ekki betur til en svo að í ógáti risti ég talsvert stóra rifu á eina tvævetlu, svipað stóra eins og meðalkeisaraskurð (að vísu ekki á alveg sama stað) og var það heldur verra. Þar sem þetta var á föstudaginn langa eins og fyrr var getið og ekkert hlaupið að því að fá dýralækni á slíkum degi, þá var þess í stað brugðið á það ráð að kalla til ljósmóður utan af Skaga, nánar tiltekið Bjarneyju systur og saumaði hún rolluna saman af stakri snilld. Var ærin eftir það nefnd Ragnhildur Rist og er heilsast mjög vel eftir atvikum.

Á laugardeginum tókum við því heldur rólega framan af, rákum þó heim geldar ær og gemlinga, ásamt hrútunum og settum inn í hlöðufjárhúsið til að rýmka aðeins í fjárhúsunum. Það gekk nokkuð vel, þrátt fyrir gríðarlega vasklega framgöngu Unu litlu á tímabili. Síðan var haldin rosaleg grillveisla um kvöldið og komu þau Angela, Kristján, Lisa, Guðmundór Þór, Jóhanna og Kristinn Örn, ásamt Fríðu og Helgu Björgu þangað. Var mikið grillað, borðað, sungið og drukkið það kvöld.

Á sunnudeginum vaknaði ég svo við símann, en þá var það Magnús prestur að vita hvort ég ætlaði að mæta til messu og sinna skyldum mínum sem meðhjálpari í sókninni. Var það ágætt að fá smá áminningu þar sem ég var búin að steingleyma að það væri yfir höfuð messa þennan dag (þó það væri að sjálfsögðu ekki ósennilegt...) Við Caró drifum okkur þangað og var það ljómandi gaman. Svo var eldaður hamborgarhryggur um kvöldið og svo bara slappað af.

Á mánudagsmorguninn varð Sævar andvaka og fór því á fætur um 6-leytið. Hann tók síðan til við að hamast við að setja upp skápa í útifataforstofunni og endaði það með heljarinnar tiltekt þar inni sem var þarft verkefni. Bogi og Siggi Elvar aðstoðuðu en hinn hlutinn af hópnum fór í fjárhúsin og gaf, ásamt því að ég rúði svo sem eins og rétt tæpa kró. Síðan fórum við öll í dýrindis hádegisverð hjá mömmu, fórum aðeins á bak og kláruðum að taka til þarna í forstofunni. Rúna fúavarði nýju gluggana í fjárhúsin. Síðan tókum því síðan bara rólega það sem eftir var af degi og um fjögur-leytið hurfu svo allir gestirnir á braut.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?