laugardagur, apríl 09, 2005

Foz de Iguazu -> Rio

Nú er vikan hér við fossana að klárast og stefnan verður tekin á náttstað í Rio á eftir.

Ég skoðaði fossana frá ýmsum sjónarhornum, frá Brasilíu, Argentínu, á bát rétt fyrir neðan þá, en sleppti reyndar þyrluferðinni... Ótrúlega flottir fossar og rosalega mikið vatn! Ég reiknaði nú varla með miklu meira en kannski Gullfossi/Dettifossi en waaaá, þeir voru flottir og pottþétt þeir laaangstærstu (vatnsmestu) sem ég hef séð.

Fiðrildin hér eru allskonar á litinn og flögrandi út um allt, það er meira að segja hægt að plata sum þeirra til að sitja fyrir á ljósmyndum, eða kannski var það meira þannig að þau væru að vonast eftir frægð og frama, allavega settust þau ýmist á kollin á mann eða á fingurna!

Loftið af skóginum var skemmtilega kunnuglegt, rakt, hlýtt, þykk frumskógarlykt. Ýmsir litskrúðugir fuglar létu sjá sig og í gærmorgun þegar ég kíkti út um gluggann mig flögraði kólibrífugl um í runnunum fyrir framan.

Þessi örfáu orð sem ég kann í spænsku hafa komið sér ágætlega hér, það er að vísu dáldið snúnara að skilja svörin á portúgölsku. En jamm, 400 vatnafræðingarnir sem voru hérna samankomnir eru nú að týnast í allar áttir, og flugvélin sem ætlar að bera mig til Ríó leggur af stað rétt bráðum.

Kveðja,
Jóna Finndís

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?