þriðjudagur, apríl 05, 2005

Brazil - un país de todos

Eftir 24 klukkutíma ferðalag er ég komin til Foz de Iguazu. Ferðalagið gekk fínt, reyndar var pínu stress á flugvöllunum sem innifól 800 m hlaup í Amsterdam (reyndar aðallega v.þ.a. hollenska orðið yfir "boarding" lítur út alveg eins og þeir séu að loka vélinni og fari bara rétt strax) og langar biðraðir í Sao Paulo þar sem mér tókst að sannfæra landamæravörðinn um að Iceland væri það sama og islandia þannig að hann hleypti mér inn í landið.

Og farangurinn komst alla leið, mér til mikillar undrunar... Ég var með tannburstann í vasanum og þar sem ég reiknað alls ekki með að fá farangurinn samdægurs!

Síðan ég kom er ég nú aðallega búin að sitja inni á hóteli og hlusta á alls kyns sniðuga fyrirlestra, soldið syfjuð yfir sumum en betur vakandi yfir öðrum.
Ég stefni svo á frekari skoðunarferðir á næstunni, ætla að kíkja á fossana hérna í nágrenninu á föstudag.

Veðrið rakt og skýjað enn sem komið er, hitinn 25-30°C. Vona að skýjin fari svo að hörfa á brott bráðlega svo ég fái smá sól í andlitið...

Bæðevei, gemsinn minn virkar ekki hérna en ef þið viljið ná í mig þá er sniðugast að senda mér tölvupóst á jonafinndis@gmail.com

Kveðja,
Flakkarinn

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?