fimmtudagur, september 28, 2006

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag!

.
Anna Magga er 30 ára í dag, til hamingju með það elsku systir!

Ekki skilst mér sem neitt sérstakt húllumhæ verði haldið af þessu tilefni en þó hefur frést af því að húsmóðirin hafi skellt á einhverja tertulufsu handa þeim sem kunna að kíkja við í afmæliskaffi á Sölvabakka. Stúlkan er á Ráðunautaþjónustunni í dag en verður sennilega komin heim um eða upp úr klukkan fjögur.

fimmtudagur, september 21, 2006

Sveitapistill



Sælt veri fólkið
Þá er nú orðið nokkuð síðan síðast voru sendar út sveitafréttir og mun það e.t.v. vera vegna þess að svo margt fréttnæmt hefur gerst að ekki hefur unnist tími til að skrifa um það.... (nú eða kannski skrifast þetta bara á leti húsfreyjunnar). Altént er aflokið bæði fyrri og seinni réttum og fóru þær ásamt göngum nokkuð vel fram. Golsa og Botna eru báðar komnar ásamt Nös og því fullheimt hjá heimasætunni.

Hér var mikið lið um báðar gangnaehelgar og eru húsfreyjan og Anna Karlotta komnar með meirapróf í smurbrauðsgerð enda þurftu gangnamenn og hundar þeirra að hafa eitthvað ofan í sig. Hér var glatt á hjalla eins og vanalega og klykkt út með heljarinnar kjötsúpupartíi að vanda, á laugardagskvöld fyrir seinni göngur.

Síðan er búið að slátra 290 lömbum og viktaði hópurinn 16,5 kg sem er bara vel ásættanlegt, einkunn fyrir gerð var 9,52 og fitu 7,29.

Látum gott heita af fréttum í bili og ljúkum pistlinum með nokkrum myndum af heimasætunni við leik og störf.






miðvikudagur, september 20, 2006

Meira dót...


Ég er búin að kaupa mótorhjól, Yamaha FZR 600R. Nú get ég sko aldeilis farið að hjóla þegar ég kem aftur heim frá Lundi!

sunnudagur, september 10, 2006

Addi á afmæli í dag!


Hann Addi á Tjörn á tveggja ára afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið :-)

miðvikudagur, september 06, 2006

Sólveig Erla


Eins og hamingjuóskir í athugasemdum við fyrri færslur þá var heimasætan á Tjörn var skírð sl. laugardag (2. sept.) og ber hún nafnið Sólveig Erla. Stór hluti Sölvabakkafjölskyldunnar mætti til að vera við skírnina og heilsa upp á þau systkinin og foreldra þeirra á Tjörn. Jóhanna frænka hélt þeirri stuttu undir skírn en skírnarvottar voru þær Fríða og María.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?