laugardagur, október 06, 2007
Þýtt og staðfært
Gerð var atlaga að eftirleit í dag en veðrið stóð ekki alveg undir væntingum, sem kannski var ekki nema von þar eð Hilmar Þokugrímur var gangnaforingi að vanda. Jóna Finndís ætlaði síðan að koma norður í kvöld og fara á morgun í göngur. Ég hringdi í hana frá Þverá til að láta vita hvernig staðan væri og það væri ekki víst að farið yrði á morgun þar sem allt er á kafi í snjó á fjöllum. Himmi þurfti náttúrulega að leggja orð í belg eins og vanalega og gjammaði reglulega fram í. Símtalið var einhvern veginn á þessa leið:
....
Anna Magga: Ég veit nú ekki alveg hvort það verði göngur á morgun, það verður trúlega ekki ákveðið fyrr en í fyrramálið.
Jóna Finndís: Já, ok, ég kem nú samt bara, það er besta veður hér.
Himmi: Segðu henni að það sé ekkert vit í að koma, það er örugglega helvítis hálka og viðbjóður á heiðinni.
Anna Magga: Himmi segir að það sé þá örugglega betra að fara fyrr en seinna af stað, það sé kannski hált á heiðinni.
Jóna Finndís: Nú já, það getur verið, en ég er nú komin á nagladekk.
Anna Magga: Hún er komin á nagladekk.
Himmi: Nú, þá er mér andskotans sama um hana.
Anna Magga: Himmi segir að það sé skynsamlegt hjá þér.
.........
Þetta flokkast undir þýðingu úr helvísku yfir á íslensku.....
....
Anna Magga: Ég veit nú ekki alveg hvort það verði göngur á morgun, það verður trúlega ekki ákveðið fyrr en í fyrramálið.
Jóna Finndís: Já, ok, ég kem nú samt bara, það er besta veður hér.
Himmi: Segðu henni að það sé ekkert vit í að koma, það er örugglega helvítis hálka og viðbjóður á heiðinni.
Anna Magga: Himmi segir að það sé þá örugglega betra að fara fyrr en seinna af stað, það sé kannski hált á heiðinni.
Jóna Finndís: Nú já, það getur verið, en ég er nú komin á nagladekk.
Anna Magga: Hún er komin á nagladekk.
Himmi: Nú, þá er mér andskotans sama um hana.
Anna Magga: Himmi segir að það sé skynsamlegt hjá þér.
.........
Þetta flokkast undir þýðingu úr helvísku yfir á íslensku.....