mánudagur, apríl 23, 2007

Lambakóngur og Lambadrottning


Það kom að því að fyrstu lömbin litu dagsins ljós á bakkanum. Í gær kom ein af ánum sem heimtust úr Nýfundnalandi (a.k.a. Höskuldsstaðalandi) með lambakóng og drottningu. Lóan og hrossagaukurinn létu bæði í sér heyra, ljómandi fallegt veður og sannkallað vor í lofti.

Annars hafa húsráðendur á bakkanum verið heldur lélegir í dag, hér stendur yfir ælupest með tilheyrandi slappleika og leiðindum. Þá var nú gott að hafa danska vinnukonu og íslenskan verknema sem sáum um hirðingu í dag.

Svo má ekki gleyma nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem bættist við í gær, hún Spóla litla frá Hæli sem er dótturdóttir gömlu Spólu þeirra Jonna og Ólafar sem hefur marga þúfuna smalað á Laxárdalnum. Vonandi verður sú stutta ekki eftirbátur hennar þar í framtíðinni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?