sunnudagur, apríl 29, 2007

Annasöm helgi


Þá er helgin liðin og hefur margt verið baslað í búskapnum. Byggið fór niður í jörðina á laugardag í blíðskaparveðri. Anna Karlotta mætti til að hafa stjórn á verkinu og fór síðan í starfsnám við mjaltir á Syðra-Hóli að því loknu. Hún kom hæstánægð heim og skildi ekkert í foreldrum sínum að vera ekki með kýr í sveitinni sinni.

Sunnudagurinn fór síðan í undirbúning sauðburðar, langt er komið með að smíða stíur í minkahúsinu og búið að þrífa mikið til í fjárhúsunum. Nathalie þreif sauðburðarganginn svo vel að húsfreyja var að hugsa um að reiða þar fram kvöldverð.

Vorkveðja frá bændum á bakkanum.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?