þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleymskupúkinn í algleymingi

Í hugsanaleysi mínu lét ég í pistli ársins lítið fara fyrir fréttum öðrum en af bakkanum. Að sjálfsögðu verða mótorfákakaup fallvatnafræðingsins og próf á slík tæki að teljast til stórtíðinda ársins. Annars hef ég verið að velta fyrir mér hvað réttast sé að kalla vatnafræðinginn í daglegu bloggtali.... Hugmyndirnar Fossbúinn, Blautbolakeppandinn og að sjálfsögðu Fallvatnafræðingurinn hafa komið upp en ég óska hér með eftir fleiri tilnefningum eða atkvæðum....

Önnur smáfrétt eða frásögn öllu heldur hefur blundað lengi í huga mínum en hingað til ekki komist í möskva internetsins. Við Sævar brugðum okkur á skemmtun 1. des sem ekki er nú kannski í frásögur færandi, nema heimasætan dvaldi á meðan í Svangrund. Svo komum við að sækja hana að afloknum dansleik, og blasti þá við okkur yndisleg sjón. Anna Karlotta svaf á sæng á gólfinu í hjónaherberginu og hjá henni lúrði Fríða, sem reyndar rumskaði ekki við komu okkar. Í litla rúminu hans Adda, svaf hann sjálfur og við hliðina á honum Jón mágur. Í stóra hjónarúminu breiddi hins vegar Helga Björg úr sér og virtist fara mjög vel um hana....

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?