þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Jótland - Köben - Tívolí

Já, það er nú reyndar ekki í frásögur færandi að ég skreppi til útlanda en um verslunarmannahelgina hélt ég til Jótlands á vatnafræðiráðstefnu. Þar var hrikalegt stuð... eða allavega ógurlega mikið af erindum og fundum. Skemmtilegri hluti ferðarinnar byrjaði svo eftir að komið var til Köben þegar Hjalti Steinn kom fljúgandi þrátt fyrir hryðjuverkafréttir frá London. Þetta var fyrsta ferð Hjalta Steins til útlanda en hann var nú ekkert sérlega upprifinn af stórborginni, sagði að jú þetta væri nú nokkrum sinnum stærra en Reykjavík og svo væri þarna meiri pissulykt... En við fórum líka í Tívolí og það var ógurlega gaman eins og sjá má af myndinni hérna til hliðar :-)

Aldís Rún og Sigurjón lánuðu okkur íbúðina sína í Albertslund og þökkum við þeim agalega vel fyrir það !

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?