fimmtudagur, júní 15, 2006

Osturinn minn

Danska vinnukonan okkar hún Sirid, fer á kostum stundum. Hún er náttúrulega alltaf að reyna að bæta við íslenskuna sína og spyr því gjarnan út í það sem við segjum. Eins og mæðra er siður, þá tala ég oft við dóttur mína og segi þá gjarnan ástin mín við hana. Í gær spurði Sirid: "Hvorfor kalder du hende altid ost"....

Í vor þegar Hermann Óli var hér í heimsókn, hneykslaðist hann verulega á henni, þar sem hún sagðist drekka úr kopp og sofa undir dýnunni, ofan á sænginni. Já, þeir eru vissulega skrýtnir baunverjarnir.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?