laugardagur, mars 18, 2006

Stórsýning hestamanna!!!!!!




Glæsileg stórsýning hestamanna í Húnavatnssýslum er afstaðin og tókst aldeilis glimrandi vel. Sævar skeiðlagði Snerpu hennar Jónu Finndísar með snilldarbrag og sat eigandinn stolt og fylgdist með af áhorfendabekknum, enda búin að keyra alla leið frá Reykjavík til að sjá þau. Sævar og Hreimur fóru auk þess á kostum í fótboltaleik og má Beckham fara að passa plássið sitt. Sýningin öll var hin glæsilegasta og Húnvetnskum hestamönnum til sóma.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?