sunnudagur, nóvember 06, 2005

Klukk


Þar sem við Jóna Finndís og Anna Magga vorum báðar í sama landi og m.a.s. báðar á Sölvabakka þessa helgina, ákváðum við að axla ábyrgð á klukki okkar frá Sigríði Kristínu frænku okkar, þó nokkuð sé liðið síðan hún klukkaði okkur. Hér koma sum sé nokkrar staðreyndir um okkur systur.

1. Við svörum nákvæmlega eins í síma (“Já hallóó”) og höfum svo líka rödd að Jóna Finndís hefur sjálf ruglast á okkur og talað við sjálfa sig í korter... hmmm löng saga.
2. Við komumst að því að við notum mikið sömu lykilorð á ýmsum vettvöngum. Þetta getur verið kostur, en tekur vissulega ákveðna leynd út úr leyni- forliðnum....
3. Það er til samheiti yfir okkur: “Litlu vargarnir”
4. Þegar við vorum minni (verðum alltaf litlar) kepptum við í sjónvarpsauglýsingaþekkingu, þ.e. hvor var fljótari að giska á hvað var verið að auglýsa (NB gilti ekki um skjáauglýsingar) Anna Magga náði gríðarlegu forskoti meðan Jóna Finndís var í Texas.
5. Við sendum hvor annarri kveðjur í gegnum Kassiópeiu, ódýrara en SMS.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?