þriðjudagur, október 04, 2005

Från flickan i Sverige…

Flakkarinn er núna í Svíþjóð en dvölin þar er nú óðum að styttast í réttan enda. Ég flýg heim á leið seinnipartinn á morgun og lendi nokkrum klukkutímum fyrir næsta ferðalag (til Ljúblíana).

Dvölin hérna er búin að vera stutt og alveg ágæt. Ég hef búið í nokkurn vegin galtómri íbúð í Dalby sem er stutt frá Lundi, það þýðir að í íbúðinni er reyndar rúm en þá eru innanstokksmunir upptaldir og loftljós eru af skornum skammti (það er svona að ætla að spara leigupeninga). Þetta kemur þó ekki að sök þar sem ég þamba bara drykkjarjógúrt í morgunmat, sötra svo bjór þegar ég kem heim seint á kvöldin eftir að hafa étið pizzu með skinku, banönum og karrý einhversstaðar í nágrenninu. Fyrripart nætur rölti ég svo um íbúðina í svefni, ekki mikil hætta á að ég hnjóti um innanstokksmuni í þeim göngutúrum þar sem allt er tómt, en nýti strætó til ferðalaga að degi til. Öllum peningunum sem ég hef sparað við ódýra leigu tókst mér svo samviskusamlega að eyða um helgina í búðarráp í borginni hinum megin við Eyrarsundið…

Frá Holtinu mínu berast skemmtilegar fregnir, Lilja Dögg er komin með bílpróf! Til hamingju með það :-)

Hej då

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?