þriðjudagur, september 06, 2005
Það haustar að í Holtinu
Já haustið er komið hér í Grafarholtinu, farfuglarnir tveir komnir hingað til mín eftir sumardvöl undir Fjöllunum og nú tekur við ströng dagskrá skipulagðra kvöldmáltíða ólíkt sumardagskránni þar sem skyr.is var efst á dagskrá flest kvöld. Í okkur er líka farinn að færast gangnahugur, nýr skærgulur pollagalli og tvær talstöðvar búnar að bætast á eignaskrána síðustu daga. Menntaskólaskvísurnar munu svo hlaupa um og smala Eyjafjöllin núna um næstu helgi á meðan ég held í norðurátt og rifja upp gömul kynni af misjafnlega samningsþýðum Húnvetnskum og Skagfirskum skjátum.
Í síðustu viku fór ég annars á norðurslóðir í Svíþjóð, norður í land Samanna. Ekki fann ég nú neinar kindur að smala þar en hreindýrin skokkuðu um skóginn. Ekki fer þó sögum af því hversu hvort léttfættir smalar hafi í við þau, enda leist mér þannig á að snúið gæti verið að halda áttum inn í skóginum í miklum eltingarleikjum. Þeim ku vera smalað með þyrlum um þetta leyti árs, niður úr fjöllunum fyrir veturinn. Eftir langar setur undir fyrirlestrum um norðurslóða vatnafræði var slegið á “léttari” strengi" í sauna og í íþróttakeppni með víkinga-yfirbragði, þar sem ég sló í gegn með axarkasti, sem fólst í því að sveifla stórri exi yfir höfuðið á sér, kasta henni áfram og vona að hún myndi nú stefna í rétta átt og höggvast í trjádrumbinn sem stóð í tveggja metra hæð í 15 metra fjarlægð... Það var ekki að sökum að spyrja, ég hitti auðvitað í mark og hef hug á að leggja íþróttina fyrir mig. Er bara ekki búin að finna hentugt æfingasvæði hérna í Grafarholtinu!
Í síðustu viku fór ég annars á norðurslóðir í Svíþjóð, norður í land Samanna. Ekki fann ég nú neinar kindur að smala þar en hreindýrin skokkuðu um skóginn. Ekki fer þó sögum af því hversu hvort léttfættir smalar hafi í við þau, enda leist mér þannig á að snúið gæti verið að halda áttum inn í skóginum í miklum eltingarleikjum. Þeim ku vera smalað með þyrlum um þetta leyti árs, niður úr fjöllunum fyrir veturinn. Eftir langar setur undir fyrirlestrum um norðurslóða vatnafræði var slegið á “léttari” strengi" í sauna og í íþróttakeppni með víkinga-yfirbragði, þar sem ég sló í gegn með axarkasti, sem fólst í því að sveifla stórri exi yfir höfuðið á sér, kasta henni áfram og vona að hún myndi nú stefna í rétta átt og höggvast í trjádrumbinn sem stóð í tveggja metra hæð í 15 metra fjarlægð... Það var ekki að sökum að spyrja, ég hitti auðvitað í mark og hef hug á að leggja íþróttina fyrir mig. Er bara ekki búin að finna hentugt æfingasvæði hérna í Grafarholtinu!