fimmtudagur, september 29, 2005
Botna komin heim !!!
Þá eru nú göngur og réttir að mestu leyti afstaðnar og fóru þær fram með ró og spekt svo framarlega sem því var við komið, en annars með öðrum hætti. Heljar mikið gistiheimili var sett á fót á bakkanum eins og vant er og glatt á hjalla eins og vera ber.
Botna mín er alheimt og urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur æskuvinkonunum (altént hennar æsku) í Selárrétt. Hún þráast við að vera kollótt eins og bróðir hennar og hálfsystir og mun kollótti stofninn á Sölvabakka því endurreistur á yfirstandandi hausti, þó svo bróðirinn muni einungis fá að fylgjast með því úr öðrum víddum.
Við Sævar gerðum mikla hrútareisu um síðustu helgi, fórum alla leið norður í Öxarfjörð, Sléttu og Þistilfjörð að skoða “þingeysk vaxtaræktartröll” eins og einn góðbóndinn orðaði það. Rétt að taka það fram að hér er sum sé átt við sauðfé í þessu samhengi eins skemmtilega og það kemur út. Þar var margt kostulegra gripa og fengum við alveg gullfallegan hrút á Presthólum í Núpasveit (Öxarfirði), undan Hýr (Týssyni) sem væntanlega hefur ekki borið nafn með rentu, sbr. afkvæmið. Hann var stigaður upp á alls 86 stig og á allan hátt stórglæsileg kind. Að sjálfsögðu var hann nefndur í höfuðið á henni Láru okkar (sem er sem sagt frá Presthólum) og heitir Lárus. Við fórum síðan á hrútamarkað á Raufarhöfn þar sem var samansafn af glæsilegum hrútum til sölu og festum þar fleiri hrúta handa Húnvetningum sem sáu sér því miður þeirra vegna, ekki fært að mæta sjálfir. Þetta var mikil snilldarsamkoma, tókst vel í alla staði og eiga heimamenn mikið hrós skilið fyrir það.
Þó þeir tækju ekki þátt í markaðnum, var náttúrulega ekki hægt að skilja Þistlinga alveg útundan svo við skruppum á nokkra bæi þar og völdum nokkra góða gripi handa fleiri Húnvetningum.
Læt þetta duga í bili.....
p.s. Til hamingju með afmælið Aldís
Botna mín er alheimt og urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur æskuvinkonunum (altént hennar æsku) í Selárrétt. Hún þráast við að vera kollótt eins og bróðir hennar og hálfsystir og mun kollótti stofninn á Sölvabakka því endurreistur á yfirstandandi hausti, þó svo bróðirinn muni einungis fá að fylgjast með því úr öðrum víddum.
Við Sævar gerðum mikla hrútareisu um síðustu helgi, fórum alla leið norður í Öxarfjörð, Sléttu og Þistilfjörð að skoða “þingeysk vaxtaræktartröll” eins og einn góðbóndinn orðaði það. Rétt að taka það fram að hér er sum sé átt við sauðfé í þessu samhengi eins skemmtilega og það kemur út. Þar var margt kostulegra gripa og fengum við alveg gullfallegan hrút á Presthólum í Núpasveit (Öxarfirði), undan Hýr (Týssyni) sem væntanlega hefur ekki borið nafn með rentu, sbr. afkvæmið. Hann var stigaður upp á alls 86 stig og á allan hátt stórglæsileg kind. Að sjálfsögðu var hann nefndur í höfuðið á henni Láru okkar (sem er sem sagt frá Presthólum) og heitir Lárus. Við fórum síðan á hrútamarkað á Raufarhöfn þar sem var samansafn af glæsilegum hrútum til sölu og festum þar fleiri hrúta handa Húnvetningum sem sáu sér því miður þeirra vegna, ekki fært að mæta sjálfir. Þetta var mikil snilldarsamkoma, tókst vel í alla staði og eiga heimamenn mikið hrós skilið fyrir það.
Þó þeir tækju ekki þátt í markaðnum, var náttúrulega ekki hægt að skilja Þistlinga alveg útundan svo við skruppum á nokkra bæi þar og völdum nokkra góða gripi handa fleiri Húnvetningum.
Læt þetta duga í bili.....
p.s. Til hamingju með afmælið Aldís