þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Afmælisveisla í Drangshlíðardal
Nú er verslunarmannahelgin að baki, ég sit hérna heima í holtinu, þurrka tjald og viðra svefnpoka á svölunum og stofugólfinu.
Útihátíðin mín var í Drangshlíðardal hjá Lenu systur, hún varð fertug í gær og hélt heilmikla veislu. Ég lagði land undir fót/hjól degi fyrr og brunaði austur undir Eyjafjöll, að Skógafossi, með fullan bíl af dóti, afmælisgjöfum frá mér og systrum mínum, mömmu og svo krökkunum í Dranshlíðardal. Sunnudagurinn fór í það að púsla saman gasgrillinu sem var í einum pakkanum (naut ég við það aðstoðar þriggja frænkna á aldrinum 2-16 ára og svo 4 ára frænda, setja upp flest tjöld sem á bænum fundust og svo skruppum við til Víkur á Unglingalandsmót þar sem við átum ís, horfðum á nokkur hlaup og hoppuðum í hoppikastala við mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar.
Þegar kvölda tók fór að drífa að fólk úr öllum áttum og fjölgaði í tjaldbúðunum. Daginn eftir stóð Lena í ströngu við að útbúa allan matinn í veisluna, púsla saman grillspjótum og úrbeina læri og við hin reyndum aðeins að hjálpa til við það, knúsa krakkana og setja upp glænýtt fjölskyldutjald í rigningunni (við komumst að því að sex manna tjald þýðir að það þarf allavega sex manns til að tjalda því í fyrsta skipti). Hófst svo veislan um kvöldmatarleytið, hver rétturinn öðrum gómsætari, lambalæri, grillspjót, skötuselur, triffle og rjómaterta, fylltar döðlur og sykurpúðar. Púff, ég lá á blístri löngu eftir að ég var komin út í tjald að sofa...
Takk Lena fyrir frábæra veislu!
Útihátíðin mín var í Drangshlíðardal hjá Lenu systur, hún varð fertug í gær og hélt heilmikla veislu. Ég lagði land undir fót/hjól degi fyrr og brunaði austur undir Eyjafjöll, að Skógafossi, með fullan bíl af dóti, afmælisgjöfum frá mér og systrum mínum, mömmu og svo krökkunum í Dranshlíðardal. Sunnudagurinn fór í það að púsla saman gasgrillinu sem var í einum pakkanum (naut ég við það aðstoðar þriggja frænkna á aldrinum 2-16 ára og svo 4 ára frænda, setja upp flest tjöld sem á bænum fundust og svo skruppum við til Víkur á Unglingalandsmót þar sem við átum ís, horfðum á nokkur hlaup og hoppuðum í hoppikastala við mikinn fögnuð yngstu kynslóðarinnar.
Þegar kvölda tók fór að drífa að fólk úr öllum áttum og fjölgaði í tjaldbúðunum. Daginn eftir stóð Lena í ströngu við að útbúa allan matinn í veisluna, púsla saman grillspjótum og úrbeina læri og við hin reyndum aðeins að hjálpa til við það, knúsa krakkana og setja upp glænýtt fjölskyldutjald í rigningunni (við komumst að því að sex manna tjald þýðir að það þarf allavega sex manns til að tjalda því í fyrsta skipti). Hófst svo veislan um kvöldmatarleytið, hver rétturinn öðrum gómsætari, lambalæri, grillspjót, skötuselur, triffle og rjómaterta, fylltar döðlur og sykurpúðar. Púff, ég lá á blístri löngu eftir að ég var komin út í tjald að sofa...
Takk Lena fyrir frábæra veislu!