þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Útlaginn
Svíar fá stóran plús fyrir að vera flinkir í að frysta heilu máltíðirnar. Í “kaupfélaginu” telst mér svo til að það séu til a.m.k. 30 mismunandi frosnar tegundir og þarf ég því ekki að hafa áhyggjur á einhæfu mataræði þennan mánuðinn :-)
Snjórinn er kominn á Skáni, það gerist nú ekki svo oft, og enn sjaldnar að hann breytist ekki í slabb samdægur sem rennur sama í polla og ratar varla ofan í niðurföllin. Það væri nú einfaldara ef hann hyrfi bara beint upp í himininn aftur, þaðan sem hann kom. Hvaðan er sossum þetta orðatiltæki um að “snjóinn taki upp” eiginlega komið. Morguninn eftir mikla snjóhúsagerð fyrir mörgum árum á Sölvabakka sagði mamma mér að snjóinn hefði tekið upp, skelfd en líka dálítið spennt hugsaði ég um hvað hefði þá eiginlega orðið um dótið sem í snjóhúsinu var, hvort það hefði þá ekki fylgt með...
En burtséð frá snjónum sem vissulega lýsir upp annars gráa dagana hérna, þá er fátt í fréttum af útlaganum. Hún situr sem fastast við yfir bókum og við tölvuna dægrin löng, og apar eftir auglýsingum í sjónvarpinu á kvöldin til að æfa sig í sænskunni!
Kveðja,
Jóna Finndís
Snjórinn er kominn á Skáni, það gerist nú ekki svo oft, og enn sjaldnar að hann breytist ekki í slabb samdægur sem rennur sama í polla og ratar varla ofan í niðurföllin. Það væri nú einfaldara ef hann hyrfi bara beint upp í himininn aftur, þaðan sem hann kom. Hvaðan er sossum þetta orðatiltæki um að “snjóinn taki upp” eiginlega komið. Morguninn eftir mikla snjóhúsagerð fyrir mörgum árum á Sölvabakka sagði mamma mér að snjóinn hefði tekið upp, skelfd en líka dálítið spennt hugsaði ég um hvað hefði þá eiginlega orðið um dótið sem í snjóhúsinu var, hvort það hefði þá ekki fylgt með...
En burtséð frá snjónum sem vissulega lýsir upp annars gráa dagana hérna, þá er fátt í fréttum af útlaganum. Hún situr sem fastast við yfir bókum og við tölvuna dægrin löng, og apar eftir auglýsingum í sjónvarpinu á kvöldin til að æfa sig í sænskunni!
Kveðja,
Jóna Finndís