mánudagur, febrúar 28, 2005
Lömbin talin...
Loksins loksins
Þá liggur fyrir talning á fósturvísum á Sölvabakka, en það gekk mikið á um helgina. Þjálfarinn og Heiða komu og töldu á fullu, Bjarki og Deddý komu og aðstoðuðu svo þetta gekk hratt og vel. Þær stöllur voru ekki nema rétt tæplega 3,5 tíma að telja öll lömbin í fjárhúsunum... vel af sér vikið finnst mér.
...and the final results are.... tatatamm:
Von er á 708 lömbum úr fjárhúsunum heima, en “wildcard”-ið liggur sem sagt hjá rollunum 68 sem eru upp í Lækjardal, og ef við reiknum nú með a.m.k. rúmlega hundrað þar, þá verða vel yfir 800 lömb sem líta dagsins ljós í vor, ef allt gengur að óskum. Í allt virðist frjósemin ætla að vera 1,74 lömb eftir fullorðna á, en það var dálítið af einlembum innan um, sér í lagi hjá veturgömlu ánum (sem verða tvævetlur í vor). Gemlingarnir eru hins vegar allt að því óþarflega frjósamir, ekki nema 10 geldir, sem er óvanalega fátt, og 18 tvílembdir, þannig að þar verða 1,16 lömb fædd eftir ána. Þá verður allavega eitthvað til reiðu, til að skella undir einlemburnar :-)
Þetta var rosa gaman að sjá þetta, og frábært að hitta þær Ellu og Heiðu. Þær voru náttúrulega eldsprækar og sá ekki á þeim nein þreytumerki, þrátt fyrir mikið span um allt land að svala forvitni óþreyjufullra bænda eins og hér á Sölvabakka.
Síðan var virðisaukaskatturinn tekinn með trukki á sunnudaginn og virðist ætla að hafast fyrir morgundaginn. Set mér náttúrulega það markmið að færa þetta reglulega á næsta bókhaldstímabili.... (sem verður trúlega gleymt eftir morgundaginn...)
Þá liggur fyrir talning á fósturvísum á Sölvabakka, en það gekk mikið á um helgina. Þjálfarinn og Heiða komu og töldu á fullu, Bjarki og Deddý komu og aðstoðuðu svo þetta gekk hratt og vel. Þær stöllur voru ekki nema rétt tæplega 3,5 tíma að telja öll lömbin í fjárhúsunum... vel af sér vikið finnst mér.
...and the final results are.... tatatamm:
Von er á 708 lömbum úr fjárhúsunum heima, en “wildcard”-ið liggur sem sagt hjá rollunum 68 sem eru upp í Lækjardal, og ef við reiknum nú með a.m.k. rúmlega hundrað þar, þá verða vel yfir 800 lömb sem líta dagsins ljós í vor, ef allt gengur að óskum. Í allt virðist frjósemin ætla að vera 1,74 lömb eftir fullorðna á, en það var dálítið af einlembum innan um, sér í lagi hjá veturgömlu ánum (sem verða tvævetlur í vor). Gemlingarnir eru hins vegar allt að því óþarflega frjósamir, ekki nema 10 geldir, sem er óvanalega fátt, og 18 tvílembdir, þannig að þar verða 1,16 lömb fædd eftir ána. Þá verður allavega eitthvað til reiðu, til að skella undir einlemburnar :-)
Þetta var rosa gaman að sjá þetta, og frábært að hitta þær Ellu og Heiðu. Þær voru náttúrulega eldsprækar og sá ekki á þeim nein þreytumerki, þrátt fyrir mikið span um allt land að svala forvitni óþreyjufullra bænda eins og hér á Sölvabakka.
Síðan var virðisaukaskatturinn tekinn með trukki á sunnudaginn og virðist ætla að hafast fyrir morgundaginn. Set mér náttúrulega það markmið að færa þetta reglulega á næsta bókhaldstímabili.... (sem verður trúlega gleymt eftir morgundaginn...)