fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Hejsan!

Vil benda á frétt á Húnahorninu um Svangrund – Ömmuhús. Annað nýnefni eru hinar eftirsóttu upplýsingar sem Anna Magga tók saman um hrossaræktina á Sölvabakka. Myndir af hrossunum eru væntanlegar síðar en það dregst nú e.t.v. fram um páska þar sem hirðljósmyndarinn er í útlöndum sem stendur og treystir sér ekki til að þekkja öll hrossin...

Frá Skáni er það helst að frétta að vindurinn er heldur napur þessa dagana, ekki síst þegar fréttir af sumarhitum berast frá klakanum, og öll hlý föt ferðalangsins eru í fatahreinsun sökum skorts á liðlegheitum hjá húsráðanda á gistiheimilinu (mér er ekki treyst fyrir þvottavélinni) :-/

Stórar breytingar eru annars ekki á dvöl útlagans frá því í síðustu færslu. Ennþá er eftir að prófa þó nokkuð af frosnu máltíðunum í kaupfélagsfrystinum en undirrituð hefur reyndar fundið einn stóran galla á neyslu þessa annars ágæta fóðurs. Mikil hætta er á að maður brenni sig í gómnum eftir upphitun þessháttar máltíðar, óljóst er hvort þetta muni stuðla að "betri" skánskum framburði á sænskunni.

Um helgina ætla ég að hoppa upp í lest og set stefnuna á ættarmót í Köben. Við frænkurnar Freyja, Aldís Rún og Sigríður Kristín ætlum að hittast.

Kveðja,
Jóna Finndís

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?