miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Frónbúinn

Hér á Fróni er líka kominn smá snjór, reyndar var nú hláka í gær, en tók svo aftur til við vetrarveður í nótt og morgun. Má því e.t.v. segja að hlákuna hafi tekið upp :-)

Það verður nú að segjast að Skánverjar standa Íslendingum heldur framar í framboði af frosnum mat í búðum en e.t.v. er þetta spurning um aðlögun að aðstæðum á hverjum stað. Hér heima geta menn t.d. nær allan veturinn leyst þetta vandamál á annan hátt, einfaldlega með því að elda ríflega, setja matinn á diska (eða plastbakka ef vill), setja út fyrir dyr og taka hann inn eftir þörfum. Eina sem þarf að hafa í huga, er vörn gegn hundum, köttum og músum í nágrenninu.... Nú svo ef gerir skyndilega asahláku, þá þarf náttúrulega að bregðast skjótt við, taka allt góssið inn og blása til stórveislu. Svona hafa nú þjóðirnar þróast á mismunandi vegu.

Annars er fátt að frétta eins og er, nú er aðal tilhlökkunarefnið það að í næstu viku ætlar Sprellan að koma í heimsókn og telja fósturvísa til að svala forvitni ábúenda um hvað sé nú von á mörgum lömbum í vor. Það verður gríðarlega spennandi og er hér með lofað dagbókarskrifum um niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.

Bestu kveðjur
Anna Magga

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?