þriðjudagur, janúar 18, 2005
Í Drangshlíðardal var verið að steypa hluta af kálfafjósinu um helgina. Fréttaritari brá sér á staðinn til að þykjast gera smá gagn og tók nokkrar myndir. Skrapp svo í fjárhús og fjós með húsráðendum, þurfti að greiða heimskuskatt í spurningaspili og var dæmd til að reikna 7. bekkjar stærðfræði með einni heimasætunni.
Myndir af steypu, meiri steypu, ungum bónda, yngstu heimasætunni.
Ég labbaði svo upp á Móskarðshnjúka áðan. Með þremur skemmtilegum vinnufélögum, mannbrodda í tösku og ísöxi í hendi. Við komumst að vísu ekki alveg upp á topp og notuðum ekki mannbroddana, en það var rosalega gaman að húrra niður allar brekkurnar á heimleiðinni... og mikið er gott að skríða upp í sófa með teppi og bjór eftir svona puð :-)
Myndir af steypu, meiri steypu, ungum bónda, yngstu heimasætunni.
Ég labbaði svo upp á Móskarðshnjúka áðan. Með þremur skemmtilegum vinnufélögum, mannbrodda í tösku og ísöxi í hendi. Við komumst að vísu ekki alveg upp á topp og notuðum ekki mannbroddana, en það var rosalega gaman að húrra niður allar brekkurnar á heimleiðinni... og mikið er gott að skríða upp í sófa með teppi og bjór eftir svona puð :-)