fimmtudagur, júlí 16, 2009
Nýr fjölskyldumeðlimur
Jóna Finndís og Hjalti Steinn eignuðust stóran og myndarlegan strák í gærkvöldi. Pilturinn vóg hvorki meira né minna en 4.430 grömm og var 53 cm að lengd. Kom í heiminn kl. 22.22 þann 15. júlí. Þeim mæðginum heilsast báðum vel.
Innilega til hamingju með þennan yndislega litla dreng ykkar elsku Jóna Finndís og Hjalti Steinn.