miðvikudagur, júní 04, 2008

Víkurgil 4

Jæja, nú erum við Hjalti Steinn flutt einu sinni enn og ætlum ekki að flytja neitt aftur á næstunni, búin að flytja dálítið oft síðasta árið.

Við keyptum þetta hús, Víkurgil 4, sem er við rætur Hlíðarfjalls, með flottu útsýni yfir Akureyri og fjöllin hinum megin við fjörðinn. Kisurnar okkar, þær Jökla og Blanda eru kátar með nýja staðinn, ekki síst vegna þess að þær hafa aðeins fengið að kíkja út fyrir dyrnar, reyndar festar í spotta til að byrja með svo forvitnin leiði þær ekki á hættuslóðir alveg strax... Á neðri myndinni má reyndar sjá þegar þær eru að bragða á grasinu í fyrsta sinn, dálítið "kindarlegar" (myndin stækkar ef þið smellið á hana).|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?