mánudagur, júní 30, 2008

Ný heimasæta á bakkanum


Jæja, þá hefur nú litla fjölskyldan á Sölvabakka stækkað töluvert, orðin heilla fjögurra manna. Það er greinilegt að kvenfélagshefðinni verður viðhaldið á bænum, því í gær 29. júní bættist við myndar stúlka. Hún var heilar 19 merkur og 55 sentimetrar og verður því væntanlega fljótlega komin til verka í sveitinni. Fæðingin gekk afskaplega vel enda topp ljósmóðir með í för, nefnilega Bjarney systir og hefðum við ekki getað haft það betra en í hennar höndum.

Svo erum við bara komin heim í sveitasæluna á ný og Anna Lotta er voða stolt stóra systir og er ósköp hrifin af "litla barninu".

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?