fimmtudagur, maí 29, 2008

Sauðburðarfréttir


Þá er nú sauðburður að verða langt kominn og hefur gengið vel. Húsfreyja var að rifja upp um daginn að þann 27. maí fyrir tveimur árum síðan, var allt fé á húsi sökum vorhrets, en nú hefur sagan verið heldur betur önnur. Sól og blíða upp á hvern einasta dag og féð sælt og ánægt á túnunum sem spretta í gríð og erg.

Hér hefur heldur betur verið aðstoðarlið að vanda enda húsfreyja orðin býsna þung á sér og stirð, svo það hefur verið vel þegið. Bestu þakkir öll saman.

Sprettan er þvílík að það er komið að garðslætti og verður því að fylgja með ein heimildarmynd af húsbóndanum við þá iðju.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?