mánudagur, mars 31, 2008

Afmæli heimasætunnar
Þá er heimasætan á Sölvabakka orðin tveggja ára og ber aldurinn býsna vel. Það hefur mikið gerst á síðasta ári. Hún lærði að ganga og hefur hlaupið um allt síðan svo hafa verður talsvert fyrir því að halda í við hana. Hún er orðin reglulega dugleg fjárhúsastelpa en veit þó fátt skemmtilegra en að fara í hesthúsið og bendir á hesta út um bílglugga hvar sem hún sér þá. Hún byrjaði á leikskóla í ágúst og finnst óskaplega gaman á leikskólanum. Hún er auk þess farin að tala þónokkuð og gerir sig vel skiljanlega, þó setningarnar séu ekki langar ennþá.

Alla jafna hefur hún verið hraust en tók þó upp á því núna kringum afmælið sitt að fá einhverja kvefpest með hita og því var ekki haldin stór afmælisveisla þessa helgina. Verður væntanlega bætt úr því innan tíðar. Hún er þó búin að fá ósköpin öll af afmælisgjöfum sem hafa allar vakið mikla lukku.

Í tilefni afmælisins tók húsfreyja sig svo til og bætti við inn á myndasíðuna myndum frá eins og síðasta hálfa ári eða svo...

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?