föstudagur, janúar 26, 2007
Örvæntingarfull gömul kona í borg óttans!
Húsmóðirin lagði land undir Subaru í gærmorgun árla dags. Um ellefu-leytið var hún komin til stórborgarinnar og ákvað þá að fara að dæmi margra eldri borgara og leggja bílnum hjá Esso við Ártúnshöfða og fá fylgd þaðan. Tók Fossbúamóðirin að sér að lóðsa þá gömlu í hestavöruverslun sem bæði snúin og krókótt leið liggur til. Að afloknum þeim erindum var gömlu konunni skilað aftur upp á Ártúnshöfða og hófust þá ævintýri hennar sjálfrar í tryllingslegri umferð á strætum borgar óttans.
Fyrsta erindið var upp í Grafarvog og þóttist kella þá vera nokkurn veginn á heimavelli, þar sem hún hefur nú komið þangað oftar en einu sinni. Förinni var heitið til Gylfaflatar nr. 5 og tilgangur ferðalagsins að skilja eftir hrossahor í glerglösum í fyrirtæki nokkru sem sérhæfir sig í að greina ættir eftir slíkum varningi. Fannst fyrirtækið eftir talsverða leit með tilheyrandi viðsnúningi, hringkeyrslum og útúrdúrum. (Note to self: veit núna hvar Vélfang er). Að því loknu var stefnan tekin á heimili tengdó og gekk sá hluti ferðarinnar vel. Fékk húsfreyja hlýjar móttökur og góðan viðurgjörning og kann Önnu tengdamömmu bestu þakkir fyrir það.
Næsti áfangastaður var Borgartún nr. 6 með viðkomu í Oddabúðinni. Gekk sá hluti leiðangursins ekki alfarið þrautalaust fyrir sig en sé litið fram hjá næstum því vitlausri beygju af Sæbrautinni, fram og tilbaka keyrslu í Borgartúni með viðkomu á Esso-stöðinni gekk hann þó bara þolanlega.
Þegar fundi nr. 1 í Borgartúni nr. 6 var aflokið, var drjúgur tími til stefnu fyrir fund nr. 2 sem fyrirhugaður var í Höll Bænda við Hagatorg. Sneri því húsmóðirin til baka upp í Oddabúð, þáði þar hressingar og hitti vini og kunningja sem sópuðust þar að.
Húsmóðirin var nú orðin all sjóuð í stórborgarakstri eftir þessa hluta leiðangursins og ók því með öruggri hendi alla leið til hallarinnar. Gerði sér m.a.s. grein fyrir því í tíma að til að beygja til hægri, þyrfti fyrst að beygja til vinstri, þar sem farið er af Snorrabraut vestur á Miklubraut. Lagði hún vagni sínum því stolt fyrir framan höllina og hélt á fund nr. 2.
Þegar heim skyldi halda úr höllinni var myrkt orðið úti fyrir og kom nú heldur á húsmóðurina. Vildi þó til að ljós við stræti borgarinnar lýstu þau að miklu leyti upp. Við nánari athugun bifreiðar húsmóðurinnar kom þó í ljós að óhreinindi á speglum og rúðum háðu útsýni nokkuð. Úr því var bætt að hluta á rauðu ljósi og enn betur síðar, á bílastæði fyrir utan veitingastað sem systir húsmóðurinnar og unnusti hennar höfðu boðið henni til. Kom þá gamall bónklútur sem var geymdur í bifreiðinni í góðar þarfir til að þurrka mesta skítinn af helstu útsýnisflötum. Að aflokinni dýrindis máltíð hélt húsfreyja síðan heim á leið, þreytt en glöð eftir góða ferð til borgarinnar og fegin að komast heilu og höldnu heim í afslappað umhverfi sveitasælunnar.
Fyrsta erindið var upp í Grafarvog og þóttist kella þá vera nokkurn veginn á heimavelli, þar sem hún hefur nú komið þangað oftar en einu sinni. Förinni var heitið til Gylfaflatar nr. 5 og tilgangur ferðalagsins að skilja eftir hrossahor í glerglösum í fyrirtæki nokkru sem sérhæfir sig í að greina ættir eftir slíkum varningi. Fannst fyrirtækið eftir talsverða leit með tilheyrandi viðsnúningi, hringkeyrslum og útúrdúrum. (Note to self: veit núna hvar Vélfang er). Að því loknu var stefnan tekin á heimili tengdó og gekk sá hluti ferðarinnar vel. Fékk húsfreyja hlýjar móttökur og góðan viðurgjörning og kann Önnu tengdamömmu bestu þakkir fyrir það.
Næsti áfangastaður var Borgartún nr. 6 með viðkomu í Oddabúðinni. Gekk sá hluti leiðangursins ekki alfarið þrautalaust fyrir sig en sé litið fram hjá næstum því vitlausri beygju af Sæbrautinni, fram og tilbaka keyrslu í Borgartúni með viðkomu á Esso-stöðinni gekk hann þó bara þolanlega.
Þegar fundi nr. 1 í Borgartúni nr. 6 var aflokið, var drjúgur tími til stefnu fyrir fund nr. 2 sem fyrirhugaður var í Höll Bænda við Hagatorg. Sneri því húsmóðirin til baka upp í Oddabúð, þáði þar hressingar og hitti vini og kunningja sem sópuðust þar að.
Húsmóðirin var nú orðin all sjóuð í stórborgarakstri eftir þessa hluta leiðangursins og ók því með öruggri hendi alla leið til hallarinnar. Gerði sér m.a.s. grein fyrir því í tíma að til að beygja til hægri, þyrfti fyrst að beygja til vinstri, þar sem farið er af Snorrabraut vestur á Miklubraut. Lagði hún vagni sínum því stolt fyrir framan höllina og hélt á fund nr. 2.
Þegar heim skyldi halda úr höllinni var myrkt orðið úti fyrir og kom nú heldur á húsmóðurina. Vildi þó til að ljós við stræti borgarinnar lýstu þau að miklu leyti upp. Við nánari athugun bifreiðar húsmóðurinnar kom þó í ljós að óhreinindi á speglum og rúðum háðu útsýni nokkuð. Úr því var bætt að hluta á rauðu ljósi og enn betur síðar, á bílastæði fyrir utan veitingastað sem systir húsmóðurinnar og unnusti hennar höfðu boðið henni til. Kom þá gamall bónklútur sem var geymdur í bifreiðinni í góðar þarfir til að þurrka mesta skítinn af helstu útsýnisflötum. Að aflokinni dýrindis máltíð hélt húsfreyja síðan heim á leið, þreytt en glöð eftir góða ferð til borgarinnar og fegin að komast heilu og höldnu heim í afslappað umhverfi sveitasælunnar.