þriðjudagur, desember 26, 2006



Gleðileg jól öll saman.
Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld suður í Svangrund. Það voru sannkölluð barnajól með fullt af pökkum, miklum spenningi og handagangi í öskjunni. Heimasætan á Sölvabakka var nokkuð dugleg við að rífa slaufurnar utan af pökkunum og beit svo hraustlega í jólapappírinn til að ná honum utan af. Hún fékk nú síðan smá aðstoð við pakkana, enda ekki gott að enda aðfangadagskvöld með fullan maga af pappír...

Maturinn var alger snilld, hamborgarahryggur samkvæmt hefð, fullkomlega matreiddur af Fríðu systur, ananasbúðingur á eftir og alls kyns meðlæti og allt smakkaðist þetta frábærlega.

Læt fylgja nokkrar myndir af yngstu kynslóðinni og fleiri myndir má nálgast hér á nýrri myndasíðu húsfreyjunnar.




|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?