miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Aftaka og annað eftirtektarvert

Það er búið að rýja og sáu rúbaggarnir til þess að það hefðist af. M.a.s. lét týndi rúbagginn sjá sig í mýfuglamynd og var bara gaman að vera öll fjögur saman á ný. Atið hófst hjá þjálfaranum og var tekið af þeim fáu skjátum sem hún var ekki búin með áður. Síðan lá leiðin á bakkann og voru þar rúnar inn að skinni um 340 skjátur á rúmum degi, auk hrútanna og var það metið afrek dagsins.

Heimtur eru að verða þokkalegar, um daginn sáust sex kindur í Kúskerpislandi og voru þær sóttar hið snarasta. Hér áður þekktist orðtakið af ef einhverjar kindur voru óþekkar eða höguðu sér að einhverju leyti eins og kindur eiga ekki að gera, að þá áttu Bogga eða stelpurnar það. Í þessum sex kinda hópi var ein með marki húsfreyjunnar, ein með Jónu Finndísar marki, ein með Bjarneyjar marki og ein með Fríðu marki.... Skrýtin tilviljun, eða kannski hefur verið eitthvað til í þessu....

Svo komu rjúpnaskyttur um daginn, en það gekk svo ljómandi vel hjá þeim, að eiginlega er ekkert gaman að segja frá því. Þeir fundu nokkrar frosnar rjúpur og hirtu þær, milli þess sem þeir bruddu hraðfrystar samlokur og kókmola með.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?