miðvikudagur, september 06, 2006
Sólveig Erla
Eins og hamingjuóskir í athugasemdum við fyrri færslur þá var heimasætan á Tjörn var skírð sl. laugardag (2. sept.) og ber hún nafnið Sólveig Erla. Stór hluti Sölvabakkafjölskyldunnar mætti til að vera við skírnina og heilsa upp á þau systkinin og foreldra þeirra á Tjörn. Jóhanna frænka hélt þeirri stuttu undir skírn en skírnarvottar voru þær Fríða og María.