fimmtudagur, desember 08, 2005

Jólaundirbúningur í fjárhúsunum....

Hrútarnir eru hálfsvekktir þessa dagana. Húsfreyjan hefur nú dag eftir dag komið með sæði í brúsa og fækkað jólapökkunum þeirra hratt og örugglega. Búið er að sæða milli 60 og 70 ær með úrvalshrútum og ekki allt búið enn. Þó lítur nú út fyrir að einhverjar dreggjar verði eftir handa blessuðum hrútunum til að ylja sér við yfir hátíðarnar, enda til lítils að eiga 18 hrúta ef ekkert á að nota þá!!

Húsbóndinn hamast við að standsetja norðurendann á minkahúsinu fyrir fé, búið er að setja stórar dyr fyrir rúllur og litlar dyr fyrir rollur, plasta norðurhlutann af, stilla upp görðum og fleira. Bara eftir að smíða gjafagrindurnar til að hægt sé að hleypa fénu inn. Þá fer nú að síga á seinni hluta “haustverkanna” úr því.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?