föstudagur, nóvember 25, 2005

Úr amstri dagsins

Mér datt í hug um daginn að fá mér te, sem ekki er nú í frásögur færandi (fæ mér oft te)..... nema hvað. Ég sem sagt set vatn í ketilinn og hita það, helli svo í bollann og vel mér sítrónute (ekkert annað í boði). Halla mér þvínæst aftur í sætinu og bragða varlega á innihaldinu.... forvondur andskoti!!!! Ég fer nú eitthvað að efast um gæði tepokans, helli úr bollanum og laga nýtt. Jafn skrambi vont.... Ég ákvað þá að líklega þætti mér þetta sítrónute bara alls ekkert gott en þar sem ekkert annað te var til á skrifstofunni, ákvað ég að þvæla því í mig sem ég og gerði.

Löngu seinna þegar ég var að hugsa um eitthvað allt annað, þá fattaði ég.....
.....að ég setti hitaveituvatn í ketilinn!!!!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?