mánudagur, nóvember 14, 2005

Jólahreingerningin formlega hafin!!!

Það tilkynnist hér með að jólahreingerning er hafin á bakkanum. Húsfreyjan hefur verið í svo miklum jólahugleiðingum síðustu vikur að henni var ekki til setunnar boðið lengur og hóf undirbúning því formlega um helgina.

Byrjað var á eldhússkápunum og búrinu, svo nú reynir á óreiðustjórnina að halda því þokkalegu a.m.k. fram yfir jól og svo náttúrulega úthaldið að halda verkinu áfram fram að jólum.

Í fjárhúsunum er flest að verða klárt fyrir inntekt og rúning fullorðnu ánna, svo gert er ráð fyrir að það verði gert um miðbik vikunnar.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?