þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Elsku bíllinn minn blái......

Ég er alltaf að verða ánægðari og ánægðari með jeppann okkar. Á leiðinni heim úr Reykjavík á sunnudagskvöldið, þá komst ég að því að hann á sama afmælisdag og Jóna Finndís, reyndar aðeins yngri en hann kom sem sagt á götuna 7. nóvember 1991. Við þetta bætist síðan að áður hafði ég verið sérlega ánægð með hann þar sem númerið á honum er ZV 901 en Bót hans Sævars sem er undan Drottningu minni og Prúð frá Lækjarhúsum og ég gaf honum fyrir nokkuð löngu, er einmitt nr. 901. Það er bara allt sem mælir með þessum bíl :)

Sumir eru ánægðir með bílana sína af því að þeir eru af einhverri sérstakri tegund, eða vegna hestaflafjölda, dekkjastærðar o.s.frv. en ég hef mínar eigin ástæður....

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?