föstudagur, ágúst 12, 2005

fréttamolar....






Í fréttum er þetta helst.

Nokkuð vel hefur gengið að heyja í sumar. Þó er heyskap ekki að fullu lokið, því við ákváðum að slá ekki nýræktina fyrr en væri nokkuð örugg þurrkspá framundan. Á mánudaginn síðasta spáði síðan nokkuð góðum þurrki fram í vikuna, svo hún var rifin niður ásamt stykkinu hans afa og síðan hefur rignt.... Búa bændur þó enn við þá von og föstu reglu sem verið hefur í gildi fram til þessa, að aldrei hefur rignt svo að ekki hafi stytt upp aftur.

Verslunarmannahelgin fór vel og óvanalega settlega fram. Þar sem heyskapur var í fullum gangi þá, varð ekkert úr árlegri hestareisu og ekki varð heldur úr afmælisferð austur í Drangshlíðardal. Halló Sölvabakki var því haldinn að mestu innan landareignarinnar og var mæting býsna góð, þrátt fyrir válega veðurspá og rigningu með köflum.

Um síðustu helgi var svo sumarsmölun á Breiðavaði sem lauk með heljarinnar útihátíð, grillveislu, vatnsslag og öllu tilheyrandi. Set kannski inn myndir þaðan fljótlega. Skapti og Hildur á Hafsteinsstöðum komu síðan ríðandi á laugardagskvöldið ásamt fríðu föruneyti og fylgdum við þeim fram í Kirkjuskarð daginn eftir í indælis veðri.

Læt þetta duga í bili.
Bestu kveðjur

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?