mánudagur, júlí 18, 2005
Heyskapur hafinn...
Sælt veri fólkið
Þrátt fyrir einlægan ásetning og fögur fyrirheit hér í möskvum internetsins, þá hefur liðið óheyrilega langur tími frá síðasta bloggi mínu. Er þar engu um að kenna nema taumlausri netleti húsfreyjunnar.
Í fréttum er það helst að sigur hefur náðst yfir garðinum, og það m.a.s. tvisvar sinnum síðan bloggað var um að líkur væru fyrir því að alls ekki næðist að hemja grasvöxt þar í sumar. Reyndar var sláttuvélin með múður en eftir margar og harðar atlögur mömmu og Jóa Gull tókst að koma henni í lag, og var þá slíkur sláttumóður kominn á mömmu að hún réðist jafnframt á Bjarneyjarlundinn með sláttuorfi og náði niður óhemju grasi þar, mætti segja mér að þar hafi uppskera verið farin að nálgast efri mörk framleiðslugetu á hektara, miðað við íslenskar aðstæður og þó sunnar væri leitað.
Rúlluvélin hefur farið bæði sundur og saman síðan síðast var bloggað og hefur bloggari ekki orðið jafn hissa, síðan hún komst að því í barnæsku að það væri ekki Frakkland og Holland sem blöstu við hinum megin við Húnaflóann, þegar blessuð rúlluvélin snerist að því er virtist á eðlilegan hátt, eftir það mikla rifrildi sem fram fór á henni og mörg spurningamerki þegar verið var að koma henni saman aftur. Frumraun hennar með nýjum legum verður þó væntanlega mjög fljótlega, þar sem Félagsræktin var slegin í dag og verður rúlluð við fyrsta tækifæri.
Sláttur hófst á bakkanum þann 12. júlí og var það allt hirt í þurrheyshlöðuna, eftir mikið stress og vægt, nei, nær er að segja alvarlegt taugaáfall húsfreyjunnar, þegar í ljós kom, daginn áður en til stóð að fara að taka inn, að vírarnir í heydreifikerkinu gáfu sig við prufukeyrslu. Náðist þó að redda því með þrautnýtingu á öllum samböndum ábúenda, Anna tengdamamma var á leiðinni norður og tók vírinn í leiðinni og Valli frændi í Víkum brá skjótt við og var kominn rétt fyrir 10 um kvöldið og málið þar með í höfn laust upp úr miðnætti. Taugar húsfreyjunnar voru eftir áfallið ekki sterkari en svo að hún gat ekki fylgst með Valla og Sævari hætta lífi sínu eins og þaulæfðir loftfimleikamenn uppi við dreifikerfið, svo hún varð að láta sig hafa það að brytja niður í rabarbarasultu og baka eins og tvær eplakökur á meðan til að dreifa huganum.
Læt þetta gott heita í bili og lofa engu um hvenær ég blogga næst....
Bestu kveðjur
Anna Magga
Þrátt fyrir einlægan ásetning og fögur fyrirheit hér í möskvum internetsins, þá hefur liðið óheyrilega langur tími frá síðasta bloggi mínu. Er þar engu um að kenna nema taumlausri netleti húsfreyjunnar.
Í fréttum er það helst að sigur hefur náðst yfir garðinum, og það m.a.s. tvisvar sinnum síðan bloggað var um að líkur væru fyrir því að alls ekki næðist að hemja grasvöxt þar í sumar. Reyndar var sláttuvélin með múður en eftir margar og harðar atlögur mömmu og Jóa Gull tókst að koma henni í lag, og var þá slíkur sláttumóður kominn á mömmu að hún réðist jafnframt á Bjarneyjarlundinn með sláttuorfi og náði niður óhemju grasi þar, mætti segja mér að þar hafi uppskera verið farin að nálgast efri mörk framleiðslugetu á hektara, miðað við íslenskar aðstæður og þó sunnar væri leitað.
Rúlluvélin hefur farið bæði sundur og saman síðan síðast var bloggað og hefur bloggari ekki orðið jafn hissa, síðan hún komst að því í barnæsku að það væri ekki Frakkland og Holland sem blöstu við hinum megin við Húnaflóann, þegar blessuð rúlluvélin snerist að því er virtist á eðlilegan hátt, eftir það mikla rifrildi sem fram fór á henni og mörg spurningamerki þegar verið var að koma henni saman aftur. Frumraun hennar með nýjum legum verður þó væntanlega mjög fljótlega, þar sem Félagsræktin var slegin í dag og verður rúlluð við fyrsta tækifæri.
Sláttur hófst á bakkanum þann 12. júlí og var það allt hirt í þurrheyshlöðuna, eftir mikið stress og vægt, nei, nær er að segja alvarlegt taugaáfall húsfreyjunnar, þegar í ljós kom, daginn áður en til stóð að fara að taka inn, að vírarnir í heydreifikerkinu gáfu sig við prufukeyrslu. Náðist þó að redda því með þrautnýtingu á öllum samböndum ábúenda, Anna tengdamamma var á leiðinni norður og tók vírinn í leiðinni og Valli frændi í Víkum brá skjótt við og var kominn rétt fyrir 10 um kvöldið og málið þar með í höfn laust upp úr miðnætti. Taugar húsfreyjunnar voru eftir áfallið ekki sterkari en svo að hún gat ekki fylgst með Valla og Sævari hætta lífi sínu eins og þaulæfðir loftfimleikamenn uppi við dreifikerfið, svo hún varð að láta sig hafa það að brytja niður í rabarbarasultu og baka eins og tvær eplakökur á meðan til að dreifa huganum.
Læt þetta gott heita í bili og lofa engu um hvenær ég blogga næst....
Bestu kveðjur
Anna Magga