fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Þorrablót
Þá hefur Þorra verið blótað á hefðbundinn hátt á hreppaþorrablótinu árvissa á Blönduósi. Er það mál manna að afar vel hafi tekist til við allan undirbúining og sjálft blótið varð með eindæmum skemmtilegt, enda ekki við öðru að búast þar sem ekki ómerkara fólk en Fríða systir og Jón mágur í blótsnefndinni. Ábúendur á Sölvabakka fengu sinn skerf af gríninu og stendur til að leita ríkulegra hefnda að ári, þar sem við munum nú vera lent í þorrablótsnefnd fyrir næsta ár. Verður penninn því vel nýttur á árinu til að punkta niður kátlega atburði. Leikur grunur á að Jóna Finndís óttist að verða skotspónn slíkrar fréttamennsku og mun hún af þeim sökum hafa flúið til Svíþjóðar um stund til að reyna að forðast vökul augu fréttahaukanna.
Þegar blótið var búið var haldið í fjárhúsin á Sölvabakka og fénu gefið, til að þess þyrfti ekki snemma morguninn eftir en hefð hefur skapast fyrir slíku undanfarin ár. Tókst það bærilega þrátt fyrir allnokkra ölvun og mun fénu almennt ekki hafa orðið meint af, og m.a.s. virtust smálömbin óvanalega hress og kát daginn eftir. Kann að vera að einhver bjórlögg hafi skolast með niður í vatnsdallinn þegar verið var að brynna.....
Bestu kveðjur
Anna Magga
Þegar blótið var búið var haldið í fjárhúsin á Sölvabakka og fénu gefið, til að þess þyrfti ekki snemma morguninn eftir en hefð hefur skapast fyrir slíku undanfarin ár. Tókst það bærilega þrátt fyrir allnokkra ölvun og mun fénu almennt ekki hafa orðið meint af, og m.a.s. virtust smálömbin óvanalega hress og kát daginn eftir. Kann að vera að einhver bjórlögg hafi skolast með niður í vatnsdallinn þegar verið var að brynna.....
Bestu kveðjur
Anna Magga