mánudagur, janúar 31, 2005
Haustverkum lokið.... betra seint en aldrei
Þá er helgin liðin og margt búið að gerast á bakkanum. Í tilefni mikillar hláku var afráðið að nýta helgina til að ljúka þeim verkum sem áttu að klárast fyrir snjóa. Má því segja að þeim hafi verið lokið milli snjóa....
Til verkanna var fengið liðsafl sunnan úr höfuðborginni, nefnilega þau Siggi Elvar, bróðir Sævars og Erla frænka þeirra bræðra. Var hafist handa “árla” morguns á laugardegi og var langur verkefnalisti fyrir daginn. Byrjað var á að taka til fyrir framan bæinn, þar sem úr kafi hafði komið alls kyns timburrusl síðan skipt var um dyr ásamt fleiru í forstofunni rétt fyrir aukna snjóa. Þar næst var tekið til við að koma sláttuvélinni inn, en hún hafði ekki komist inn fyrr sökum anna fyrst og snjóa síðan. Tókst húsbóndanum að koma henni inn aftan í Fergusoninum, þrátt fyrir margítrekaðar staðhæfingar húsmóðurinnar um að á þennan hátt væri lífsins ómögulegt að koma þessum tveimur tækjum inn í einu lagi. Sá hátturinn hefur nefnilega áður verið hafður á að festa vélina niður á bretti, hífa upp þann hluta sem festur er í beislið (í rauninni setja hana í flutningsstöðu) og flytja síðan brettið inn með rúllugreip. Taldi húsmóðirin að þar sem að henni ásamt fleirum hefði ekki tekist að koma sláttuvélinni inn aftan í vélinni, en sú aðgerð takmarkast verulega af hæð og breidd dyranna ásamt af hæð og breidd dráttavélar + sláttuvélar, þá myndi þetta vera ógerlegt með öllu. Þegar hér var komið sögu, var nú hlaupin talsverður þrái í húsbóndann og tókst honum með ýmsum ráðum og tilfæringum, að koma þessum tveimur tækjum inn samföstum og á hann, þó sárt sé frá að segja, mikinn heiður skilinn fyrir það.
Að svo búnu var haldið til hádegisverðar og þess næst í fjárhúsin. Þar var endurbyggð milligerð milli tveggja króa sem árásargjarnir hrútar höfðu náð að brjóta niður rétt eftir þrettándann, húsmóðurinni til mikillar armæðu, þar sem hún var þá að gefa í hendingskasti, orðin allt of sein á kvöldskemmtun karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Þá var tekið til við að loka hlöðugötunum, taka niður skjólborðin á matarafæribandinu og festa þau rammlega.
Þegar hér var komið sögu var kominn tími á kaffi og hafði það frést til næstu bæja, því rétt í því komu Kristján og Angela, Guðmundur Þór og Íris ríðandi ofan úr Lækjardal. Var þá tekið til við pönnukökubakstur og hefur steikingarlyktina, trúlega lagt út um gluggann, því fljótlega tók að snjóa að fleira fólk, s.s. mömmu, Jón og Fríðu, ásamt Helgu Björgu og Erlu (dóttur Gunnu Sigvalda og Jóns Eiríks, sem var í heimsókn) og Þormar. Þegar allir voru búnir að belgja sig út af kaffi og pönnukökum, var farið að flytja dálítið fyrir mömmu og síðan farið í fjárhúsin að gefa.
Á sunnudeginum komum við heyhleðsluvagninum síðan í skjól, fluttum dálítið meira fyrir mömmu, gerðum smá skurk í hesthúsinu og fleira minniháttar. Þessi helgi var sem sagt með eindæmum góð í alla staði og margt sem komst í verk, þótt fyrr hefði verið.
Ekki meira í bili.
Bestu kveðjur af bakkanum
Anna Magga
Til verkanna var fengið liðsafl sunnan úr höfuðborginni, nefnilega þau Siggi Elvar, bróðir Sævars og Erla frænka þeirra bræðra. Var hafist handa “árla” morguns á laugardegi og var langur verkefnalisti fyrir daginn. Byrjað var á að taka til fyrir framan bæinn, þar sem úr kafi hafði komið alls kyns timburrusl síðan skipt var um dyr ásamt fleiru í forstofunni rétt fyrir aukna snjóa. Þar næst var tekið til við að koma sláttuvélinni inn, en hún hafði ekki komist inn fyrr sökum anna fyrst og snjóa síðan. Tókst húsbóndanum að koma henni inn aftan í Fergusoninum, þrátt fyrir margítrekaðar staðhæfingar húsmóðurinnar um að á þennan hátt væri lífsins ómögulegt að koma þessum tveimur tækjum inn í einu lagi. Sá hátturinn hefur nefnilega áður verið hafður á að festa vélina niður á bretti, hífa upp þann hluta sem festur er í beislið (í rauninni setja hana í flutningsstöðu) og flytja síðan brettið inn með rúllugreip. Taldi húsmóðirin að þar sem að henni ásamt fleirum hefði ekki tekist að koma sláttuvélinni inn aftan í vélinni, en sú aðgerð takmarkast verulega af hæð og breidd dyranna ásamt af hæð og breidd dráttavélar + sláttuvélar, þá myndi þetta vera ógerlegt með öllu. Þegar hér var komið sögu, var nú hlaupin talsverður þrái í húsbóndann og tókst honum með ýmsum ráðum og tilfæringum, að koma þessum tveimur tækjum inn samföstum og á hann, þó sárt sé frá að segja, mikinn heiður skilinn fyrir það.
Að svo búnu var haldið til hádegisverðar og þess næst í fjárhúsin. Þar var endurbyggð milligerð milli tveggja króa sem árásargjarnir hrútar höfðu náð að brjóta niður rétt eftir þrettándann, húsmóðurinni til mikillar armæðu, þar sem hún var þá að gefa í hendingskasti, orðin allt of sein á kvöldskemmtun karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps. Þá var tekið til við að loka hlöðugötunum, taka niður skjólborðin á matarafæribandinu og festa þau rammlega.
Þegar hér var komið sögu var kominn tími á kaffi og hafði það frést til næstu bæja, því rétt í því komu Kristján og Angela, Guðmundur Þór og Íris ríðandi ofan úr Lækjardal. Var þá tekið til við pönnukökubakstur og hefur steikingarlyktina, trúlega lagt út um gluggann, því fljótlega tók að snjóa að fleira fólk, s.s. mömmu, Jón og Fríðu, ásamt Helgu Björgu og Erlu (dóttur Gunnu Sigvalda og Jóns Eiríks, sem var í heimsókn) og Þormar. Þegar allir voru búnir að belgja sig út af kaffi og pönnukökum, var farið að flytja dálítið fyrir mömmu og síðan farið í fjárhúsin að gefa.
Á sunnudeginum komum við heyhleðsluvagninum síðan í skjól, fluttum dálítið meira fyrir mömmu, gerðum smá skurk í hesthúsinu og fleira minniháttar. Þessi helgi var sem sagt með eindæmum góð í alla staði og margt sem komst í verk, þótt fyrr hefði verið.
Ekki meira í bili.
Bestu kveðjur af bakkanum
Anna Magga