mánudagur, janúar 03, 2005

Bara frábært

Góðan daginn
Þá er komið að því, Jóna Finndís systir er búin að setja upp blogg fyrir Sölvabakka síðuna, svo nú er bara að setjast við skriftir. Ærnar tóku áramótunum með ró og það gerðu hrossin sömuleiðis, þar sem sprengingar sáust fremur takmarkað á bakkanum vegna snjókomu. Þau bíða þó ennþá spennt eftir þrettándanum, en þá verður að vanda sprengt við Vorboðabrennuna ef veður lofar. Ærnar eru vonandi flestar að verða fengnar, hvort sem er með hefðbundnum hætti eða með sæðingum, sem voru stundaðar af krafti hér rétt fyrir jólin. Rétt að láta eina vísu fylgja með því tilefni, en hún ku vera ort af einum hrút Jakobs stórbónda á Hóli í Svartárdal við slíkt tækifæri.

Mér um nautnir neita
niðrun kvelur mig.
Því ég var látinn leita
og lykta fyrir þig.

Læt þessari frumraun minni á bloggi lokið að sinni en er vís með að gera fleiri tilraunir í sömu átt fljótlega aftur.

Bestu kveðjur
Anna Magga

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?