mánudagur, júní 29, 2009

Kristín Erla 1 árs

Á þessum degi fyrir einu ári síðan, vaknaði ég um þrjú-leytið og fór að horfa á Pretty woman.
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, var 10 cm jafnfallinn snjór á Öxnadalsheiðinni.
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, fæddist tæpra 19 marka gullfalleg stúlka á Akureyri.

Hún er eins árs í dag hún Kristín Erla og mér finnst hún hafa fæðst í gær. Samt er svo margt búið að gerast á þessu ári. Hún er komin með fimm tennur sú stutta, farin að ganga örugglega með stuðningi og vantar bara herslumuninn til að fara að ganga alveg sjálf. Hún leggur okkur foreldrunum reglulega lífsreglurnar og lætur duglega í sér heyra, ef við ekki hlýðum. Hún veit hvað hún er stór, kann að gefa koss, skilur flest það sem sagt er við hana og kann að segja mamma, pabbi og takk. Hún er ótrúlega sjálfstæð miðað við aldur og veit nákvæmlega hvað hún vill en hún er líka yndislega glaðlynd og hláturmild.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?