mánudagur, júní 30, 2008

Ný heimasæta á bakkanum


Jæja, þá hefur nú litla fjölskyldan á Sölvabakka stækkað töluvert, orðin heilla fjögurra manna. Það er greinilegt að kvenfélagshefðinni verður viðhaldið á bænum, því í gær 29. júní bættist við myndar stúlka. Hún var heilar 19 merkur og 55 sentimetrar og verður því væntanlega fljótlega komin til verka í sveitinni. Fæðingin gekk afskaplega vel enda topp ljósmóðir með í för, nefnilega Bjarney systir og hefðum við ekki getað haft það betra en í hennar höndum.

Svo erum við bara komin heim í sveitasæluna á ný og Anna Lotta er voða stolt stóra systir og er ósköp hrifin af "litla barninu".

miðvikudagur, júní 04, 2008

Víkurgil 4

Jæja, nú erum við Hjalti Steinn flutt einu sinni enn og ætlum ekki að flytja neitt aftur á næstunni, búin að flytja dálítið oft síðasta árið.

Við keyptum þetta hús, Víkurgil 4, sem er við rætur Hlíðarfjalls, með flottu útsýni yfir Akureyri og fjöllin hinum megin við fjörðinn. Kisurnar okkar, þær Jökla og Blanda eru kátar með nýja staðinn, ekki síst vegna þess að þær hafa aðeins fengið að kíkja út fyrir dyrnar, reyndar festar í spotta til að byrja með svo forvitnin leiði þær ekki á hættuslóðir alveg strax... Á neðri myndinni má reyndar sjá þegar þær eru að bragða á grasinu í fyrsta sinn, dálítið "kindarlegar" (myndin stækkar ef þið smellið á hana).This page is powered by Blogger. Isn't yours?