fimmtudagur, mars 29, 2007

Heimasætan orðin ársgömulHún Anna Karlotta Sævarsdóttir er eins árs í dag. Ég var allan daginn í gær að hugsa um hvað ég hefði nú aldeilis verið í öðru fyrir akkúrat ári síðan. Klukkan þetta, þá var nú þetta í gangi o.s.frv. Svo í morgun þegar ég vaknaði og litla gullkúlan lá við hliðina á mér, steinsofandi, þá lá ég góða stund og horfði á þessa dásemd okkar og rifjaði upp fyrsta morguninn okkar saman. Hún hefur nú stækkað mikið síðan þá, hárið lýst, komnar margar tennur og svo mætti lengi telja. Þegar hún loksins rumskaði og leit á mig, þá fékk ég yndislegt bros svo það birti til muna í herberginu. Mikið erum við rík að eiga þessa litlu stúlku sem gefur lífinu á Sölvabakka nýja liti og gleði á hverjum degi.
This page is powered by Blogger. Isn't yours?