þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Fjölmennt og fjör....

Það var aldeilis glatt á hjalla á Sölvabakkatorfunni um helgina. Lena systir og allir hennar fylgifiskar birtust og þá varð nú heldur betur kátt í höllinni. Jóna Finndís og Hjalti Steinn skelltu sér líka norður svo systrahópurinn var fullmenntur. Efnt var til veislna á mörgum stöðum, lambasteik í Ömmuhúsi, steik og vöfflur á Tjörn, pizzur í Svangrund og hangikjöt á Sölvabakka. Fyrst og fremst var þó helgin notuð til að spjalla og njóta þess að vera saman öll fjölskyldan enda ekki á hverjum degi sem þessi stóri hópur kemur saman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?